Kapítalisminn sem kveikti í Valgerður Árnadóttir skrifar 9. janúar 2020 08:00 Ég skrifa þennan pistil því ég er hætt að sofa á nóttunni. Þar sem ég sef ekki vegna þess að ég hugsa svo mikið um hversu lítils megnuð ég er gagnvart vandamálum heimsins þá get ég alveg eins skrifað niður það sem ég er að hugsa og vonað að það hafi einhver áhrif. Greta Thunberg sagði eftirminnilega: „Ég vil að þið bregðist við eins og það sé kviknað í húsinu ykkar, vegna þess að það er það!” og hún hafði rétt fyrir sér. Það er kviknað í húsinu okkar, þó að Ástralía og regnskógar Amazon og Afríku séu langt í burtu þá eru þau samt í “húsinu okkar”, á sömu jörð, og eldarnir þar koma okkur sannarlega við. Náttúra og dýralíf, heilu vistkerfin sem eru brunnin hefur áhrif á líf okkar allra og það til frambúðar, það er ekki aftur snúið fyrir hundruðir dýrategunda sem eru útdauð og fyrir þúsunda ára gróður og tré sem eru horfin. „500 milljón dýra hafa drepist í eldunum!”,- svona birtust tölurnar okkur fyrir nokkrum dögum, tölum sem nú hafa hækkað í tæplega þúsund milljónir. Fyrir nokkrum dögum hafði því sem samsvarað hálfu Íslandi brunnið, í dag var það komið í 80% af stærð Íslands, en á morgun? Ráðamenn um allan heim hafa brugðist okkur. Meira að segja í Ástralíu, í skíðlogandi húsinu standa menn og segja “Þetta er ekki hamfarahlýnun af mannavöldum um að kenna!” Jafnvel í miðjum eldinum afneita menn eldinum. Dýrin vissu það þegar mannskepnan lærði að kveikja eld að nú væri illa fyrir þeim komið og þau höfðu því miður rétt fyrir sér. Með allt okkar vit, yfirburði og völd hefur okkur tekist að eyðileggja og menga meira á jörðinni á 200 árum en öll árþúsundin þar á undan. Til hvers er þetta vit ef við gerum ekkert gott með það? Ég vil trúa því að fólk sé að mestu leiti gott. Kannski er það barnsleg trú því í samanburði við þessar tölur yfir dýr sem hafa dáið í eldunum þá tekur okkur einungis 2 daga að drepa sama magn í sláturhúsum. 250 milljónir dýra er slátrað á hverjum degi og það gerum við viljandi og meirihluti fólks þykir það bara í góðu lagi. Það ber fyrir sig að svona hafi þetta alltaf verið og að þetta sé “hringrás náttúrunnar”. Það er hins vegar ekki rétt, verksmiðjuframleiðsla og markaðsetning kjöt- og mjólkuriðnaðarins síðustu 100 ár hefur leitt til þess að vestræn manneskja borðar margfalt meira af kjöti og mjólkurvörum en áður var gert og mikið meira en hollt getur talist. Jafnvel þó lífsstílssjúkdómar séu stærsta heilsufarsvandamál okkar og kostar heilbrigðiskerfin billjónir árlega. Jafnvel þó framleiðsla dýraafurða sé annar stærsti þáttur í losun gróðurhúsaloftegunda, stærsta orsök eyðileggingar skóga, votlendis og vistkerfa er fólk í afneitun á eigin neyslu og neitar að horfast í augu við vandann. Löngum hefur þótt tabú og öfgafullt að kenna kapítalíska kerfinu um þessa þróun, ef man svo mikið sem gagnrýnir kapítalismann þá er man kölluð kommúnisti og öfgamanneskja. En það liggur frekar beint við að kerfi sem snýst um að hámarka hagnað, á kostnað alls annars, á kostnað mannréttinda, náttúru og dýra er um að kenna. Að kerfi sem snýst um að framleiða og selja miklu meira en nokkur þarf bara til að selja það er eyðileggingarmaskína. Kerfi sem níðist á þeim fátæku sem aldrei komast úr vítahring þrælavinnu og lætur öllum líða illa ef það á ekki nýjasta símann eða flottasta bílinn. Kerfi sem lætur okkur gleyma því hver við erum, að við erum í raun partur af náttúru, af hringrás sem við þurfum að bera virðingu fyrir því án hennar lifum við ekki af. Við lifum vel af án síma, bíls og snjallúrs en samt er það orðið okkar markmið í lífinu að eignast það, sjáið bara geislabaug fyrirsætunnar í Kringlu-auglýsingunni fyrir jólin, geislabaugur úr snjallsímum. Hún endurspeglar raunveruleika okkar. Hvaða glataði og innantómi raunveruleiki er það? Kapítalismi í núverandi mynd er sannarlega ekki kerfi sem styður vistkerfi jarðar og hringrás náttúrunnar. Í ágúst síðastliðnum tókum við í Pírötum undir með helstu náttúruverndarsamtökum landsins að lýsa ætti fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda [Ísland] sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.. En síðan hefur ekkert gerst og það sást bersýnilega í Kryddsíldinni á gamlársdag þegar formenn ríkisstjórnarflokkana voru spurðir út í hvað þeir ætla að gera varðandi þennan vanda að þau ætla ekki að aðhafast neitt frekar en þau nú þegar hafa gert, “við erum nefnilega að gera meira en sumir aðrir.” En það þýðir ekki að við séum að gera nóg! Við þurfum að vakna úr værum blundi núna. Gerum okkur grein fyrir því að það sem brennur núna er úrelt kerfi, slökkvum þessa elda og byggjum upp nýtt kerfi, kerfi sem setur náttúruna, undirstöðu alls lífs í fyrsta sæti. Lýsum yfir neyðarástandi, komum á nýrri stjórnarskrá og setjum alvöru aðgerðaáætun í gang! Notum þetta vit okkar nú einu sinni til góðs.Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa þennan pistil því ég er hætt að sofa á nóttunni. Þar sem ég sef ekki vegna þess að ég hugsa svo mikið um hversu lítils megnuð ég er gagnvart vandamálum heimsins þá get ég alveg eins skrifað niður það sem ég er að hugsa og vonað að það hafi einhver áhrif. Greta Thunberg sagði eftirminnilega: „Ég vil að þið bregðist við eins og það sé kviknað í húsinu ykkar, vegna þess að það er það!” og hún hafði rétt fyrir sér. Það er kviknað í húsinu okkar, þó að Ástralía og regnskógar Amazon og Afríku séu langt í burtu þá eru þau samt í “húsinu okkar”, á sömu jörð, og eldarnir þar koma okkur sannarlega við. Náttúra og dýralíf, heilu vistkerfin sem eru brunnin hefur áhrif á líf okkar allra og það til frambúðar, það er ekki aftur snúið fyrir hundruðir dýrategunda sem eru útdauð og fyrir þúsunda ára gróður og tré sem eru horfin. „500 milljón dýra hafa drepist í eldunum!”,- svona birtust tölurnar okkur fyrir nokkrum dögum, tölum sem nú hafa hækkað í tæplega þúsund milljónir. Fyrir nokkrum dögum hafði því sem samsvarað hálfu Íslandi brunnið, í dag var það komið í 80% af stærð Íslands, en á morgun? Ráðamenn um allan heim hafa brugðist okkur. Meira að segja í Ástralíu, í skíðlogandi húsinu standa menn og segja “Þetta er ekki hamfarahlýnun af mannavöldum um að kenna!” Jafnvel í miðjum eldinum afneita menn eldinum. Dýrin vissu það þegar mannskepnan lærði að kveikja eld að nú væri illa fyrir þeim komið og þau höfðu því miður rétt fyrir sér. Með allt okkar vit, yfirburði og völd hefur okkur tekist að eyðileggja og menga meira á jörðinni á 200 árum en öll árþúsundin þar á undan. Til hvers er þetta vit ef við gerum ekkert gott með það? Ég vil trúa því að fólk sé að mestu leiti gott. Kannski er það barnsleg trú því í samanburði við þessar tölur yfir dýr sem hafa dáið í eldunum þá tekur okkur einungis 2 daga að drepa sama magn í sláturhúsum. 250 milljónir dýra er slátrað á hverjum degi og það gerum við viljandi og meirihluti fólks þykir það bara í góðu lagi. Það ber fyrir sig að svona hafi þetta alltaf verið og að þetta sé “hringrás náttúrunnar”. Það er hins vegar ekki rétt, verksmiðjuframleiðsla og markaðsetning kjöt- og mjólkuriðnaðarins síðustu 100 ár hefur leitt til þess að vestræn manneskja borðar margfalt meira af kjöti og mjólkurvörum en áður var gert og mikið meira en hollt getur talist. Jafnvel þó lífsstílssjúkdómar séu stærsta heilsufarsvandamál okkar og kostar heilbrigðiskerfin billjónir árlega. Jafnvel þó framleiðsla dýraafurða sé annar stærsti þáttur í losun gróðurhúsaloftegunda, stærsta orsök eyðileggingar skóga, votlendis og vistkerfa er fólk í afneitun á eigin neyslu og neitar að horfast í augu við vandann. Löngum hefur þótt tabú og öfgafullt að kenna kapítalíska kerfinu um þessa þróun, ef man svo mikið sem gagnrýnir kapítalismann þá er man kölluð kommúnisti og öfgamanneskja. En það liggur frekar beint við að kerfi sem snýst um að hámarka hagnað, á kostnað alls annars, á kostnað mannréttinda, náttúru og dýra er um að kenna. Að kerfi sem snýst um að framleiða og selja miklu meira en nokkur þarf bara til að selja það er eyðileggingarmaskína. Kerfi sem níðist á þeim fátæku sem aldrei komast úr vítahring þrælavinnu og lætur öllum líða illa ef það á ekki nýjasta símann eða flottasta bílinn. Kerfi sem lætur okkur gleyma því hver við erum, að við erum í raun partur af náttúru, af hringrás sem við þurfum að bera virðingu fyrir því án hennar lifum við ekki af. Við lifum vel af án síma, bíls og snjallúrs en samt er það orðið okkar markmið í lífinu að eignast það, sjáið bara geislabaug fyrirsætunnar í Kringlu-auglýsingunni fyrir jólin, geislabaugur úr snjallsímum. Hún endurspeglar raunveruleika okkar. Hvaða glataði og innantómi raunveruleiki er það? Kapítalismi í núverandi mynd er sannarlega ekki kerfi sem styður vistkerfi jarðar og hringrás náttúrunnar. Í ágúst síðastliðnum tókum við í Pírötum undir með helstu náttúruverndarsamtökum landsins að lýsa ætti fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda [Ísland] sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.. En síðan hefur ekkert gerst og það sást bersýnilega í Kryddsíldinni á gamlársdag þegar formenn ríkisstjórnarflokkana voru spurðir út í hvað þeir ætla að gera varðandi þennan vanda að þau ætla ekki að aðhafast neitt frekar en þau nú þegar hafa gert, “við erum nefnilega að gera meira en sumir aðrir.” En það þýðir ekki að við séum að gera nóg! Við þurfum að vakna úr værum blundi núna. Gerum okkur grein fyrir því að það sem brennur núna er úrelt kerfi, slökkvum þessa elda og byggjum upp nýtt kerfi, kerfi sem setur náttúruna, undirstöðu alls lífs í fyrsta sæti. Lýsum yfir neyðarástandi, komum á nýrri stjórnarskrá og setjum alvöru aðgerðaáætun í gang! Notum þetta vit okkar nú einu sinni til góðs.Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun