Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:00 Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira