Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2020 15:20 Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Hann á 95% í miðlinum á móti Magnúsi Má Einarssyni, ritstjóra, sem á 5%. Fótbolti.net var stofnaður í apríl 2002. Heiða Dís Bjarnadóttir Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. Þar gagnrýnir hann fjölmiðlafrumvarp Lilju sem hún lagði fram á Alþingi fyrir jól og bíður enn samþykkis þingsins. Bendir Hafliði á að í frumvarpinu sé klásúla sem útiloki Fótbolta.net frá því að sitja við sama borð og aðrir miðlar. Fótbolti.net viti nú við að baráttan við að fá þeirri grein breytt sé töpuð. Efnið skuli vera fjölbreytt og til dæmis ekki bara bundið við íþróttir Greinin sem Hafliði vísar í er undir þeim lið frumvarpsins sem fjallar um skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði til fjölmiðla. Þar segir:e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Í greinargerð frumvarpsins er þetta skilyrði útskýrt nánar. Þar kemur fram að það sé matskennt en almennt megi segja að í áskilnaði um fjölbreytileika efnis sé átt við að efni hafi breiða skírskotun og að efnistök séu fjölbreytt og almenn. Efnið sem birtist sé þannig ekki eingöngu bundið við afmarkað eða afmörkuð svið og eru íþróttir teknar þar sem dæmi. Hafliði lýsir síðan „fimm svipuhöggum ríkisins“, það eru atriði þar sem ríkið lætur halla á Fótbolta.net þegar lög um fjölmiðla hafa tekið gildi: „1) Ríkið endurgreiðir samkeppnisaðilum okkar 20% af kostnaði við vinnslu frétta en okkur ekkert. 2) Ríkið rekur stóran fjölmiðil, RÚV, í samkeppni við okkur um auglýsingatekjur. RÚV tekur 2,2 milljarða á ári af auglýsingamarkaðnum. 3) Ríkið rukkar íslenska fjölmiðla um skatta en Facebook og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska auglýsingamarkaðnum starfa skattlaust á Íslandi. Gleymum ekki að Amazon innheimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera samskonar með Facebook og Google. 4) Ríkið bannar íslenskum fjölmiðlum að auglýsa veðmálastarfsemi og áfengi. Samt eru veðmála- og og áfengisauglýsingar áberandi hér á landi. Ýmist á erlendum vefmiðlum sem Íslendingar lesa, fótboltavöllum og búningum sem sjást í sjónvarpsútsendingum hér á landi sem og erlendum tímaritum. 5) Ríkið greiðir stærstu fjölmiðlum í einkaeigu á Íslandi yfir 150 milljónir á ári fyrir auglýsingar og áskriftir. Fótbolti.net fær ekkert úr þeim potti,“ segir í pistli Hafliða. Segir reksturinn í járnum Miðillinn er þó ekki af baki dottinn, þrátt fyrir rekstrarerfiðleika sem Hafliði lýsir í pistlinum heldur ætlar sér að sækja fram með stuðningi lesenda og bjóða þeim upp á að styrkja vefinn beint: „Það bendir margt til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Morgunblaðið sagði upp 60% fastastarfsmanna á íþróttadeild og er ekki lengur að fylgja landsliðum okkar eftir í verkefnum erlendis. Auk þess hafa verið uppsagnir á öðrum fjölmiðlum og sameiningar að ganga í gegn. Á árinu 2019 lækkaði velta Fótbolta.net um rúm 20% frá árinu 2018 og ljóst að reksturinn er í járnum. Fótbolti.net ætlar að koma standandi út úr þessum ólgusjó og auka frekar í en að draga úr umfjöllun. Þó er ljóst að við munum óska eftir aðstoð lesenda til þess.Taktu þátt með því að styrkja starfið Frá og með deginum í dag mun Fótbolti.net óska eftir því við lesendur að taka þátt í áframhaldandi starfi miðilsins með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Ég vil biðja alla þá lesendur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðningi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minnka.“ Þegar Vísir hafði samband við Hafliða á þriðja tímanum til að forvitnast hvort einhverjir lesendur hefðu nú þegar styrkt miðilinn svaraði hann því til að hann hefði fengið góð viðbrögð við pistlinum og að það væru komnir einhverjir styrktaraðilar. Fjölmiðlar Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. Þar gagnrýnir hann fjölmiðlafrumvarp Lilju sem hún lagði fram á Alþingi fyrir jól og bíður enn samþykkis þingsins. Bendir Hafliði á að í frumvarpinu sé klásúla sem útiloki Fótbolta.net frá því að sitja við sama borð og aðrir miðlar. Fótbolti.net viti nú við að baráttan við að fá þeirri grein breytt sé töpuð. Efnið skuli vera fjölbreytt og til dæmis ekki bara bundið við íþróttir Greinin sem Hafliði vísar í er undir þeim lið frumvarpsins sem fjallar um skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði til fjölmiðla. Þar segir:e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Í greinargerð frumvarpsins er þetta skilyrði útskýrt nánar. Þar kemur fram að það sé matskennt en almennt megi segja að í áskilnaði um fjölbreytileika efnis sé átt við að efni hafi breiða skírskotun og að efnistök séu fjölbreytt og almenn. Efnið sem birtist sé þannig ekki eingöngu bundið við afmarkað eða afmörkuð svið og eru íþróttir teknar þar sem dæmi. Hafliði lýsir síðan „fimm svipuhöggum ríkisins“, það eru atriði þar sem ríkið lætur halla á Fótbolta.net þegar lög um fjölmiðla hafa tekið gildi: „1) Ríkið endurgreiðir samkeppnisaðilum okkar 20% af kostnaði við vinnslu frétta en okkur ekkert. 2) Ríkið rekur stóran fjölmiðil, RÚV, í samkeppni við okkur um auglýsingatekjur. RÚV tekur 2,2 milljarða á ári af auglýsingamarkaðnum. 3) Ríkið rukkar íslenska fjölmiðla um skatta en Facebook og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska auglýsingamarkaðnum starfa skattlaust á Íslandi. Gleymum ekki að Amazon innheimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera samskonar með Facebook og Google. 4) Ríkið bannar íslenskum fjölmiðlum að auglýsa veðmálastarfsemi og áfengi. Samt eru veðmála- og og áfengisauglýsingar áberandi hér á landi. Ýmist á erlendum vefmiðlum sem Íslendingar lesa, fótboltavöllum og búningum sem sjást í sjónvarpsútsendingum hér á landi sem og erlendum tímaritum. 5) Ríkið greiðir stærstu fjölmiðlum í einkaeigu á Íslandi yfir 150 milljónir á ári fyrir auglýsingar og áskriftir. Fótbolti.net fær ekkert úr þeim potti,“ segir í pistli Hafliða. Segir reksturinn í járnum Miðillinn er þó ekki af baki dottinn, þrátt fyrir rekstrarerfiðleika sem Hafliði lýsir í pistlinum heldur ætlar sér að sækja fram með stuðningi lesenda og bjóða þeim upp á að styrkja vefinn beint: „Það bendir margt til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Morgunblaðið sagði upp 60% fastastarfsmanna á íþróttadeild og er ekki lengur að fylgja landsliðum okkar eftir í verkefnum erlendis. Auk þess hafa verið uppsagnir á öðrum fjölmiðlum og sameiningar að ganga í gegn. Á árinu 2019 lækkaði velta Fótbolta.net um rúm 20% frá árinu 2018 og ljóst að reksturinn er í járnum. Fótbolti.net ætlar að koma standandi út úr þessum ólgusjó og auka frekar í en að draga úr umfjöllun. Þó er ljóst að við munum óska eftir aðstoð lesenda til þess.Taktu þátt með því að styrkja starfið Frá og með deginum í dag mun Fótbolti.net óska eftir því við lesendur að taka þátt í áframhaldandi starfi miðilsins með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Ég vil biðja alla þá lesendur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðningi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minnka.“ Þegar Vísir hafði samband við Hafliða á þriðja tímanum til að forvitnast hvort einhverjir lesendur hefðu nú þegar styrkt miðilinn svaraði hann því til að hann hefði fengið góð viðbrögð við pistlinum og að það væru komnir einhverjir styrktaraðilar.
Fjölmiðlar Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira