Tíu íbúar og fjórir starfsmenn í sóttkví á Hömrum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 18:46 Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Tíu íbúar og fjórir starfsmenn á einni deild hjúkrunarheimilisins Hömrum eru í sóttkví. Starfsmaður í umönnun greindist með kórónuveiruna. Stafsmaðurinn mætti til vinnu á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir orlof í fyrradag og hafði verið við störf í umönnun í rúma tvo tíma þegar hann frétti að náinn aðstandandi hefði greinst með kórónuveirusmit. „Viðkomandi fór í sýnatöku eins fljótt og auðið var og það kom í ljós daginn eftir að hann var smitaður líka. Við settum tíu íbúaeiningu í sóttkví strax og það var allt sótthreinsað. Við höfðum þær varúðarráðstafanir og sýkingavarnir eins og samráðshópur almannavarna hefur lagt upp með. Það eru bæði ungir og aldraðir sem búa á einingunni en það búa allir á rúmum einbýlisherbergjum og gott sameiginlegt rými og því gott að hafa alla aðskilda þar ,“ segir Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir. Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Hömrum, Skjóli og Eir.Vísir/Berghildur Fjórir starfsmenn sem höfðu unnið með viðkomandi starfsmanni fóru í sóttkví. Þá voru gerðar meiri ráðstafanir vegna þeirra íbúa sem starfsmaðurinn annaðist. Kristín segir að engin hafi sýnt merki um að hafa smitast af veirunni. Öðrum deildum Hamra var lokað fyrir heimsóknum í tvær vikur í framhaldinu. Við þurftum að bæta við starfsfólki því við þurfum að hafa sérmönnun á þessari einingu og þurftum að stokka upp og fengum starfsmenn lánaða frá systraheimilum okkar,“ segir Kristín. Hún segir að öll viðbrögð hafi verið fumlaus eins og í vor þegar smit kom upp á öðru heimili og hrósar starfsfólki í hástert. Það kom upp svipað atvik á Eir í vor en það gekk mjög vel það kom engin sýking þar upp,“ segir Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mosfellsbær Tengdar fréttir Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Starfsmaður á Hömrum með staðfest kórónuveirusmit Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist. 13. ágúst 2020 11:45