Innlent

Tveir greindust með veiruna í Vest­manna­eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir greindust með virkt kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum í gær. 
Tveir greindust með virkt kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum í gær.  Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar sem búsettir eru í Vestmanneyjum greindust með staðfest smit af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn. Báðir voru þeir í sóttkví þegar þeir greindust veikir af Covid-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur.

Í Vestmannaeyjum eru því sex í einangrun og sjötíu og sex í sóttkví.

Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna í gær, þar á meðal þessir tveir einstaklingar sem greindust í Vestmannaeyjum. Þá greindist einn starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hamars með virkt kórónuveirusmit.


Tengdar fréttir

Starfsmaður á Eir með staðfest kórónuveirusmit

Starfsmaður hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum, sem rekið er af hjúkrunarheimilinu Eir, hefur greinst með kórónuveiruna og hafði starfsmaðurinn mætt til vinnu áður en hann greindist.

Sex greindust innanlands í gær

Sex greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×