Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Jóhann K. Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
„Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55