Kalla eftir ábendingum frá næmum Akureyringum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 21:11 Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta. Akureyri Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta.
Akureyri Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira