Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33
Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21