Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira