Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 17:30 Breiðablik fær að spila tvo leiki í Pepsi Max-deildinni fram að leiknum við Rosenborg. VÍSIR/BÁRA Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum. Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Liðin eiga að mætast í 1. umferð keppninnar þann 27. ágúst. Sigurliðið kemst áfram í 2. umferð og fær tugi milljóna króna frá UEFA í verðlaunafé. Forráðamenn Breiðabliks áttu símafund með kollegum sínum hjá Rosenborg í dag. Það að Ísland sé komið á rauðan lista þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Noregs, en forráðamenn Rosenborg ræða nú við stjórnvöld um undanþágu frá því. „Við reiknum áfram með því að leikurinn fari fram í Þrándheimi. Þetta eru auðvitað glænýjar fréttir en þeir [forráðamenn Rosenborg] eru að vinna með yfirvöldum og kappkosta að við fáum leyfi til að koma til landsins,“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu Samkvæmt reglum UEFA er það á ábyrgð Rosenborg að fá undanþágu fyrir Blika og fáist hún ekki verður Blikum úrskurðaður 3-0 sigur. Rosenborg hefur reyndar einnig þann möguleika að færa leikinn á hlutlausan völl í öðru landi en að sögn Sigurðar virðist afar ólíklegt að sú verði raunin. Lönd á borð við Grikkland og Ungverjaland hafa boðist til að taka á móti liðum sem vilja spila á hlutlausum velli. Blikar munu leigja sér flugvél til að ferðast til Noregs og fá til þess 6,4 milljóna króna styrk frá UEFA. Ef allt gengur upp munu þeir ferðast til Noregs tveimur dögum fyrir leik, eftir að hafa farið í skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi, og heim aftur fljótlega eftir leik. Miðað við núgildandi reglur þurfa Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Blikar snúa aftur til keppni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins á sunnudaginn þegar þeir mæta Víkingi R.. Þeir eiga leik við Gróttu föstudaginn 21. ágúst áður en haldið verður til Noregs fjórum dögum síðar, ef allt gengur að óskum.
Breiðablik Evrópudeild UEFA Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58