Erlent

Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. EPA

Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, greindi frá þessu á fréttamannafundi í hádeginu.

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa flokkað ríki í rauð, gul og græn, en á rauða listanum eru ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn, sem frá umræddum ríkjum koma, þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví.

Norðmenn hafa auk Íslands bætt Kýpur, Möltu, Hollandi og Póllandi á listann, auk Færeyja og nokkur héröð í Svíþjóð og Danmörku. Í öllum tilfellum hefur nýgengi smita farið yfir tuttugu á hverja 100 þúsund íbúa síðustu vikurnar. Á Íslandi er talan nú 24,8.

Solberg sagði ennfremur að öll „græn“ ríki verði nú skilgreind sem „gul“. Sagði hún yfirvöld nú mæla gegn öllum utanlandsferðum og ferðaráð utanríkisráðuneytis landsins hafi verið framlengd til 1. október. „Einmitt nú er best að halda sig heima í Noregi,“ sagði Solberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×