Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2020 11:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segist ætla að aðgerðir síðustu vikna muni ekki hafa í för með sér teljandi breytingar á rekstri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira