Sevilla og Shakhtar Donetsk tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Sevilla vann 1-0 sigur á Wolves á meðan Shakhtar Donetsk sigraði Basel, 4-1.
Lucas Ocampos skoraði sigurmark Sevilla gegn Wolves þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Þetta er í sjötta sinn sem Sevilla kemst í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Í fyrstu fimm skiptin vann spænska liðið keppnina. Sevilla mætir Manchester United í undanúrslitunum á sunnudaginn.
Shakhtar Donetsk átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Basel. Júnior Moares, Taison, Alan Patrick (víti) og Dodo skoruðu mörk úkraínsku meistaranna. Ricky van Wolfswinkel klóraði í bakkann fyrir Basel.
Shakhtar Donetsk mætir Inter í seinni undanúrslitaleiknum á mánudaginn. Úrslitaleikurinn verður svo í Köln 21. ágúst.
Mörkin sex úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.