Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 10:40 Áhrifavaldurin Helgi Jean Claessen renndi sér niður Stuðlagil á dögunum. Vísir/Vilhelm/Skjáskot/Helgi Jean Claessen „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“ Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. Það vakti talsverða athygli þegar Helgi Jean birti myndband á Instagram-síðu hans þar sem sjá má hann dóla sér niður Jöklu á uppblásnum einhyrningi þar sem hún rennur um Stuðlagil, sem skyndilega er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. „Okkur líst ekkert á að við erum að sjá á samfélagsmiðlum svona hegðun,“ sagði Jónas sem ræddi bátsferð Helga í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hann að Landsbjörg hefði áhyggjur af því að aðrir taki upp á því að apa eftir áhrifavaldinum. „Þarna eru strengir þannig að þetta er alls ekki hættulaust. Við þekkjum það vel að svona myndbirtingar hvetur til álíka hegðunar. Það þarf ekki að rifja upp annað en Justin Bieber á flugvélaflaki á Sólheimasandi eða á klettanöf við Fjaðrárgljúfur. Allar myndirnar sem komu í kjölfarið á því.“ Á dögunum var fjallað um áhyggjur jarðfræðingsins Snorra Zóphóníassonar af því að fólk stingi sér til sunds í Stuðlagili, því að þar væri lúmsk hætta á ferð þrátt fyrir að áin liti út fyrir að vera lygn í gilinu. Stuðlagil er hér.Grafík/Tótla „Nokkur brögð eru að því að fólk leggist til sunds í hyl í Stuðlagili og gorti af. Þetta er hættulegt. Út úr hylnum fellur áin í streng sem enginn getur synt á móti. Hættan er lúmsk ekki þarf annað en lenda út í að því er virðist sakleysislegan stað þar sem straumurinn er að auka hraðann. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð þegar tvær konur fóru út í lygnan hyl og hrifust með útfallinu. Fæst fólk er læst á straumlag í ám,“ skrifaði Snorri. Jónas virðist taka undir áhyggjur Snorra, þó að þeir sem hafi reynsli og þekkingu til geti stungið sér til sunds víða utan viðurkenndra bað- og sundstaða þurfi að velja sér stað og stund. „Auðvitað er ekkert að því að synda í vötnum og sjó hafi menn reynslu og þekkingu þar sem það er hægt. Þetta er kannski ekki staður til þess.“
Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar Umhverfismál Fljótsdalshérað Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira