Samherji birtir í dag myndband þar sem RÚV er sakað um að falsa gögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:02 Tilefni yfirlýsingarinnar er fréttaflutningur um að atvinnuvegaráðuneytinu hefi ekki verið tilkynnt um kaupin fyrr en í nóvember. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag. Þar er því haldið fram að við gerð Kastljóssþáttar árið 2012 hafi Helgi vísvitandi falsað gögn og að skýrsla Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem Helgi vitnaði ítrekað í í þættinum, hafi aldrei verið unnin. Fréttablaðið fjallar um málið í morgun og þar segir að blaðið hafi fengið það staðfest hjá Verðlagsstofu að skýrslan hafi aldrei verið til. Í myndbandinu er vitnað í það sem sagt er vera leynileg upptaka af samtali Helga við Jón Óttar Ólafsson hjá Samherja frá árinu 2014 þar sem Helgi viðurkennir að hann hafi ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu til að staðfesta að skýrslan hafi verið unnin. Seðlabankinn gerði Húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið en Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. Skýrslan umtalaða var ekki á meðal gagna í því máli. Í blaðinu segir einnig að Helgi hafi neitað að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Blaðið ræðir þá við Þorstein Má Baldvinsson sem segir að Seðlabankamálinu svokallaða sé ekki lokið, málarekstur hefjist í september þar sem Samherji krefst þess að fá endurgreiddan kostnað vegna málarekstursins við Seðlabankann. Uppfært klukkan 10:Þáttinn má nálgast hér að neðan. Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Funda með lögmannsstofu Samherja í september Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag. Þar er því haldið fram að við gerð Kastljóssþáttar árið 2012 hafi Helgi vísvitandi falsað gögn og að skýrsla Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem Helgi vitnaði ítrekað í í þættinum, hafi aldrei verið unnin. Fréttablaðið fjallar um málið í morgun og þar segir að blaðið hafi fengið það staðfest hjá Verðlagsstofu að skýrslan hafi aldrei verið til. Í myndbandinu er vitnað í það sem sagt er vera leynileg upptaka af samtali Helga við Jón Óttar Ólafsson hjá Samherja frá árinu 2014 þar sem Helgi viðurkennir að hann hafi ekki fengið neinn hjá Verðlagsstofu til að staðfesta að skýrslan hafi verið unnin. Seðlabankinn gerði Húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið en Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. Skýrslan umtalaða var ekki á meðal gagna í því máli. Í blaðinu segir einnig að Helgi hafi neitað að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Blaðið ræðir þá við Þorstein Má Baldvinsson sem segir að Seðlabankamálinu svokallaða sé ekki lokið, málarekstur hefjist í september þar sem Samherji krefst þess að fá endurgreiddan kostnað vegna málarekstursins við Seðlabankann. Uppfært klukkan 10:Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Funda með lögmannsstofu Samherja í september Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03
Funda með lögmannsstofu Samherja í september Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. 31. júlí 2020 11:54
Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38