Biðin endalausa Hólmfríður Þórisdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:00 Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun