Áfram átök í Minsk Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 20:40 Særður mótmælandi borinn í skjól í Minsk. Vísir/AP Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020 Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30