Áfram átök í Minsk Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 20:40 Særður mótmælandi borinn í skjól í Minsk. Vísir/AP Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020 Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30