Sprenging í Baltimore Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:02 Húsin eru rústir einar eftir sprenginguna. AP Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag. Staðarmiðlar segja hið minnsta einn hafa farist í sprengingunni og að þrjú séu alvarlega særð. Þó svo að orsök sprengingarinnar sé óljós á þessari stundu beinast spjótin að gaslögnum hússins. Gasveitukerfi borgarinnar er víða sagt komið til ára sinna og er talið að það muni taka um tvo áratugi að lagfæra þær þúsundir kílómetra sem þarfnast endurnýjunar. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig frá svæðinu af ótta við gasleka. Slökkvilið borgarinnar sendi næstum 200 manns og níu slökkviliðsbíla á vettvang. Í tísti frá slökkviliðinu segist það hafa náð sambandi við einn íbúa hússins sem enn var fastur í rústunum. Í fyrstu var ætlað að um fimm kynnu að vera í sömu sporum, þar af nokkur börn. Íbúar hverfisins segja í samtali við Baltimore Sun að sprengingin hafi verið gríðarleg. Rúður og hurðar hafi t.a.m. til að mynda brotnað í nærliggjandi húsum. Krafturinn hafi verið slíkur að fólk hafi fallið um koll og íbúðir nötrað. Einn lýsir því hvernig honum hafi brugðið við sprenginguna, hlaupið út og séð spýtnabrak á við og dreif um hverfið. Björgunaraðgerðir standa enn og má sjá beina útsendingu frá Baltimore hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira