„Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 15:14 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira