Ég elska að vera hommi Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar 8. ágúst 2020 12:15 Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur. Kynhneigð mín hefur ekkert með það að gera hvort ég kjósi að byggja líf mitt upp - eða rústa því. Ég er frjáls til að gera hvort tveggja eins og mér sýnist. Ég var langt kominn með að rústa lífi mínu um aldamótin 2000, en kaus að byggja það aftur upp á nýtt. Ég er enn að byggja líf mitt upp, enn þann dag í dag. Þessi uppbygging hefur ekki baun með kynhneigð mína eina og sér að gera. Ég myndi aldrei gera þá kröfu til kynhneigðarinnar að hún gerði mig hamingjusamann og sé lykillinn að velferð minni í lífinu. Þar með gæti ég skellt skuldinni á kynhneigðina í hvert sinn sem mér mistekst, fokka upp eða verður á fótaskortur. Kynhneigðin mín á betra skilið en að vera gerð að blóraböggli að öllum mínum bömmerum. Titill amerísku blaðagreinarinnar „Why I No Longer Want To Be Gay“, gerði mig strax forvitinn og um leið sorgmæddan í garð höfundarins. Ég vorkenndi honum, bara við að lesa titilinn. Aumingja höfundurinn að vilja ganga í gegnum þær vítiskvalir að vilja breyta kynhneigð sinni. Ég vil alls ekki stoppa hann frá því. Þetta ferðalag sem hann á fyrir höndum er hans val. En gangi honum vel að hætta að vera gay. Ég vona að hann finni hamingjuna. Ég hef fundið mína. Svo las ég greinina... Fyrir okkur, sem höfum alist upp á Íslandi, ætti greinin að hafa smá formála: ATHUGIÐ - Þetta er skrifað af Bandaríkjamanni sem hefur komið út frekar seint í lífinu, þar sem hann hefur auðséð kvalist af efasemdum um sjálfan sig vegna aðstæðna, uppeldis, dómhörku eða trúarskoðana. Einhver hefur verið vondur við hann og plantað í hann efasemdum um sjálfan sig. Hann hefur flúið þetta líf útúr skápnum og sogast í partísenu í homma-gettói í amerískri stórborg. Partísenan er það fyrsta sem blasir við flestum nýjum hommum, nýkomnum útúr skápnum. Fyrstu dagana eru þeir ferskt foldaldakjöt af nýslátruðu. Gaurinn hefur fílað athyglina í botn - fyrstu um sinn - og svo hefur hann orðið fyrir gríðarlegu raunveruleikasjokki... Lífið í homma-gettóum í stórborgum er vægast sagt mjög dópað, drukkið, alkahólískt, kynferðislegt, fíknað og haldið uppi af mjög brotnu fólki sem venjulega flýr ofbeldið úr smábænum sem það fæddist í. Brotið fólk, með brotna sjálfvirðingu og skakka sjálfsmynd, notar slæmt attitude (e. shading) í gríðarlegri vörn til að hylma yfir sinn eigin andlega sársauka. Flestallt sem gaurinn segir í greininni hittir naglann á höfuðið um amerísku partísenuna (og gay partísenur stórborga um heim allan). En því miður kemur greinin út eins og þessi partí-dóp-sex-lífstíll eigi við um alla homma í heiminum. Þar hefur höfundurinn einfaldlega hræðilega rangt fyrir sér. Þessi grein er bullandi sleggjudómur yfir öllum hommum í heiminum. „Ég vil ekki lengur vera gay af því allir hommar eru dópaðar hórur“. Mér finnst allir strákarnir á íslenska Hommaspjallinu á Facebook vera lifandi sönnun fyrir því hvað við erum gríðarlega fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi bakgrunn, skoðanir, drauma, menntun, áhugamál, þarfir og langanir. Einn besti þráðurinn sem hefur myndast þar var þegar spurt var hver væri atvinna okkar og menntun. Fjölbreytnin sem braust fram í svörunum drap niður þessa goðsögn um að allir hommar væru á einhvern undarlegan hátt steyptir í sama mótið. Það gerir höfundur greinarinnar, því miður. Steypir alla homma sem lausláta, dómharða, shallow, líkams og æskudýrkandi dópista og hórur. Um skeið grunaði mig jafnvel að þessi „greinarhöfundur" væri ekki til. Greinin öll væri klæðskerasniðin lygi, hönnuð af þrýstihópum sem finna hinsegin fólki allt til foráttu. Svo mikið er víst, að greinarhöfundur þekkir aðeins eina tegund homma, eða einn ákveðinn afkima menningar hinsegin fólks. Mikið hefði greinarhöfundur gott af því að fara á Gay AA eða Al-anon fund í New York eða eitthvað sem tengist áhugamálunum hans, sama hver þau eru. Í amerískum stórborgum finnur þú alltaf eitthvað hinsegin sem tengist áhugamálunum þínum. Ég get lofað honum því að á þeim stöðum finnur hann allt annað viðmót en á Grindr. Nú þurfum við íslensku hommarnir - sem höfum ekki ríkulegt aðgengi að hinsegin menningarflóru stórborganna - að passa upp á það að hittast á fleiri stöðum en Grindr og þannig álíka öppum. Auðvitað eigum við að fara á Grindr þegar náttúran kallar og við verðum graðir. Það er frábært að geta krúsað og pantað túrista beint í rúmið með símanum. Það sem er svo magnað við sex öppin er að maður hefur svo sannarlega kynnst fínu fólki þarna inni sem reynast svo vera bestu vinir manns í kjölfarið. Fer allt eftir því hvaða orku þú leggur í þetta samfélag sem er inni á netinu og í símanum þínum. Þú uppskerð það sem þú sáir þarna inni. Jafnvel sálufélaga og kærasta. Jafnt sem fuck buddies. Ekki gleyma svo öllu hinu frábæra stöffinu sem eru að gerast á íslensku senunni: Hommaspjallið (sem ég elska), Drag-súgur, Pink Iceland böllin, Bears on Ice, Hinsegin Dagar, Reykjavík Pride. Ef við erum duglegir, tökum þátt í Hommaspjallinu og mætum á þessa viðburði, þá verða þeir sjálfsagt fleiri, meira gefandi, meira gaman, meira líf, meiri fjölbreytni, minni einangrun og enginn hérna inni mun nokkurn tíma segja svona bull eins og „Mig langar ekki lengur að vera gay“. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur. Kynhneigð mín hefur ekkert með það að gera hvort ég kjósi að byggja líf mitt upp - eða rústa því. Ég er frjáls til að gera hvort tveggja eins og mér sýnist. Ég var langt kominn með að rústa lífi mínu um aldamótin 2000, en kaus að byggja það aftur upp á nýtt. Ég er enn að byggja líf mitt upp, enn þann dag í dag. Þessi uppbygging hefur ekki baun með kynhneigð mína eina og sér að gera. Ég myndi aldrei gera þá kröfu til kynhneigðarinnar að hún gerði mig hamingjusamann og sé lykillinn að velferð minni í lífinu. Þar með gæti ég skellt skuldinni á kynhneigðina í hvert sinn sem mér mistekst, fokka upp eða verður á fótaskortur. Kynhneigðin mín á betra skilið en að vera gerð að blóraböggli að öllum mínum bömmerum. Titill amerísku blaðagreinarinnar „Why I No Longer Want To Be Gay“, gerði mig strax forvitinn og um leið sorgmæddan í garð höfundarins. Ég vorkenndi honum, bara við að lesa titilinn. Aumingja höfundurinn að vilja ganga í gegnum þær vítiskvalir að vilja breyta kynhneigð sinni. Ég vil alls ekki stoppa hann frá því. Þetta ferðalag sem hann á fyrir höndum er hans val. En gangi honum vel að hætta að vera gay. Ég vona að hann finni hamingjuna. Ég hef fundið mína. Svo las ég greinina... Fyrir okkur, sem höfum alist upp á Íslandi, ætti greinin að hafa smá formála: ATHUGIÐ - Þetta er skrifað af Bandaríkjamanni sem hefur komið út frekar seint í lífinu, þar sem hann hefur auðséð kvalist af efasemdum um sjálfan sig vegna aðstæðna, uppeldis, dómhörku eða trúarskoðana. Einhver hefur verið vondur við hann og plantað í hann efasemdum um sjálfan sig. Hann hefur flúið þetta líf útúr skápnum og sogast í partísenu í homma-gettói í amerískri stórborg. Partísenan er það fyrsta sem blasir við flestum nýjum hommum, nýkomnum útúr skápnum. Fyrstu dagana eru þeir ferskt foldaldakjöt af nýslátruðu. Gaurinn hefur fílað athyglina í botn - fyrstu um sinn - og svo hefur hann orðið fyrir gríðarlegu raunveruleikasjokki... Lífið í homma-gettóum í stórborgum er vægast sagt mjög dópað, drukkið, alkahólískt, kynferðislegt, fíknað og haldið uppi af mjög brotnu fólki sem venjulega flýr ofbeldið úr smábænum sem það fæddist í. Brotið fólk, með brotna sjálfvirðingu og skakka sjálfsmynd, notar slæmt attitude (e. shading) í gríðarlegri vörn til að hylma yfir sinn eigin andlega sársauka. Flestallt sem gaurinn segir í greininni hittir naglann á höfuðið um amerísku partísenuna (og gay partísenur stórborga um heim allan). En því miður kemur greinin út eins og þessi partí-dóp-sex-lífstíll eigi við um alla homma í heiminum. Þar hefur höfundurinn einfaldlega hræðilega rangt fyrir sér. Þessi grein er bullandi sleggjudómur yfir öllum hommum í heiminum. „Ég vil ekki lengur vera gay af því allir hommar eru dópaðar hórur“. Mér finnst allir strákarnir á íslenska Hommaspjallinu á Facebook vera lifandi sönnun fyrir því hvað við erum gríðarlega fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi bakgrunn, skoðanir, drauma, menntun, áhugamál, þarfir og langanir. Einn besti þráðurinn sem hefur myndast þar var þegar spurt var hver væri atvinna okkar og menntun. Fjölbreytnin sem braust fram í svörunum drap niður þessa goðsögn um að allir hommar væru á einhvern undarlegan hátt steyptir í sama mótið. Það gerir höfundur greinarinnar, því miður. Steypir alla homma sem lausláta, dómharða, shallow, líkams og æskudýrkandi dópista og hórur. Um skeið grunaði mig jafnvel að þessi „greinarhöfundur" væri ekki til. Greinin öll væri klæðskerasniðin lygi, hönnuð af þrýstihópum sem finna hinsegin fólki allt til foráttu. Svo mikið er víst, að greinarhöfundur þekkir aðeins eina tegund homma, eða einn ákveðinn afkima menningar hinsegin fólks. Mikið hefði greinarhöfundur gott af því að fara á Gay AA eða Al-anon fund í New York eða eitthvað sem tengist áhugamálunum hans, sama hver þau eru. Í amerískum stórborgum finnur þú alltaf eitthvað hinsegin sem tengist áhugamálunum þínum. Ég get lofað honum því að á þeim stöðum finnur hann allt annað viðmót en á Grindr. Nú þurfum við íslensku hommarnir - sem höfum ekki ríkulegt aðgengi að hinsegin menningarflóru stórborganna - að passa upp á það að hittast á fleiri stöðum en Grindr og þannig álíka öppum. Auðvitað eigum við að fara á Grindr þegar náttúran kallar og við verðum graðir. Það er frábært að geta krúsað og pantað túrista beint í rúmið með símanum. Það sem er svo magnað við sex öppin er að maður hefur svo sannarlega kynnst fínu fólki þarna inni sem reynast svo vera bestu vinir manns í kjölfarið. Fer allt eftir því hvaða orku þú leggur í þetta samfélag sem er inni á netinu og í símanum þínum. Þú uppskerð það sem þú sáir þarna inni. Jafnvel sálufélaga og kærasta. Jafnt sem fuck buddies. Ekki gleyma svo öllu hinu frábæra stöffinu sem eru að gerast á íslensku senunni: Hommaspjallið (sem ég elska), Drag-súgur, Pink Iceland böllin, Bears on Ice, Hinsegin Dagar, Reykjavík Pride. Ef við erum duglegir, tökum þátt í Hommaspjallinu og mætum á þessa viðburði, þá verða þeir sjálfsagt fleiri, meira gefandi, meira gaman, meira líf, meiri fjölbreytni, minni einangrun og enginn hérna inni mun nokkurn tíma segja svona bull eins og „Mig langar ekki lengur að vera gay“. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar