Um 150 eftirskjálftar fylgdu skjálftanum sem reið yfir norður af landinu í nótt: Íbúi segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 13:00 Siglufjörður. Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Um 150 smáskjálftar hafa fylgt jarðskjálfta af stærðinni 4,6 sem reið yfir norður af landinu um þrjú leytið í nótt. Íbúi á Siglufirði segir erfitt að venjast skjálftum á svæðinu. Skjálfti að stærðinni 4,6 varð um ellefu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. Tíu mínútum síðar varð annar skjálfti á svipuðum slóðum 3,7 að stærð. Geirþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum fengið tilkynningar víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði um að þessi stóri hafi fundist og síðan þá eru komnir um það bil 150 jarðskjálftar á þessu svæði,“ sagði Geirþrúður. Þeir séu flestir smáskjálftar. „Við fáum svona hrinur annað slagið og það er yfirleitt talsverð virkni úti fyrir norðurlandi og það eru annað slagið hrynur út frá Gjögurtá og það kom þarna í júní en síðan um 20 júní eru um tíu skjálftar sem hafa verið á þessu svæði sem eru um og yfir 4 á stærð,“ sagði Geirþrúður. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði vaknaði við skjálftann í nótt. Róbert Guðfinnsson fann vel fyrir skjálftanum í nótt.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þetta var svolítið högg en menn hafa fengið nokkur svona högg áður í vetur og þetta er eitthvað sem menn verða að lifa við,“ sagði Róbert. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt tjón á svæðinu. „Ég hef ekki heyrt af neinum ótta en að sjálfsögðu bregður fólki, þetta er eitthvað sem maður venst ekki en menn læra að lifa með þessu,“ sagði hann.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Skjálfti 4,6 að stærð norður af landinu Skjálfti 4,6 að stærð varð um ellefu kílómetrum norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:42 í nótt. 8. ágúst 2020 07:11
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent