Í upphafi krefjandi vetrar Drífa Snædal skrifar 8. ágúst 2020 07:30 Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi. Staðan á vinnumarkaði er slæm, atvinnuleysi nálægt 10% en mjög misdreift á milli landshluta, sveitarfélaga og atvinnugreina. Þar er óvissa einnig töluverð því margir eru að klára uppsagnarfrest og einhver fjöldi erlends farandverkafólks er farið aftur til síns heimalands. Þarna skiptir öllu að fólk hafi greiðan aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru, lögð verði áhersla á fjölgun starfa hjá hinu opinbera og í nýsköpun og þeim sem eru atvinnulaus gefin tækifæri á endurmenntun. Síðast en ekki síst verður að hækka atvinnuleysisbætur strax enda hafa þær ekki haldið í við lágmarkslaun. Þetta er ekki tíminn til að skera niður í ríkisrekstri enda getur það dýpkað kreppuna með alvarlegum og langvinnum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í apríl 2019 er möguleiki á endurskoðun nú í september hafi forsendur ekki staðist. Þrjár forsendur liggja til grundvallar kjarasamningunum: Að kaupmáttur aukist, vextir lækki og stjórnvöld standi við þau loforð sem gefin voru í tengslum við samningana. Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um. Ferlið við endurskoðun er skrifað inn í kjarasamningana. Forsendunefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ og SA kemur saman og úrskurðar hvort forsendur hafi staðist. Sé niðurstaðan sú að forsendur hafi ekki staðist skal hefja viðræður til að leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga. Stjórnvöld þurfa að koma að þessu samtali, bæði þar sem þau hafa ekki staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins og þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru sérlega krefjandi nú um stundir og verða það áfram. Það er mikið undir í þeim viðræðum sem nú fara í hönd og ábyrgð allra aðila mikil. Það er því ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum gegn flugfreyjum og þjónum. Það var örlagaríkur föstudagur í júlí þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör. Ekki var upplýst um hverjir „þessir aðrir“ voru en það skal sagt eins skýrt og mögulegt er að það er ekki í hendi atvinnurekenda að velja og hafna við hverja þeir semja. Það eru hins vegar þekktar aðferðir úti í heimi að atvinnurekendur reyni að búa til sín eigin stéttarfélög og ganga til samninga við þau. Það verður ekki látið viðgangast á íslenskum vinnumarkaði og þó að flugfreyjur hafi gengið frá samningum þá mun þessi „sumargjöf“ elta okkur inn í haustið og lita þau verkefni sem framundan eru. Samningsréttur vinnandi fólks verður varinn! Það er tilefni til að rifja það upp hér og nú að sterk og sjálfstæð stéttarfélög á Íslandi og á Norðurlöndunum eru hornsteinn þeirra lífsgæða og velsældar sem einkennir þennan heimshluta og önnur ríki hafa öfundað okkur af. Okkur ber að efla lífsgæðin, ekki að brjóta þau niður. Á þingi ASÍ sem haldið verður í október verður sérstaklega fjallað um þessa þætti í ljósi yfirstandandi kreppu og breytinga á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagskrísunnar og tæknibreytinga. Á þinginu verður einnig, svo sem venjan býður, kjörin forysta hreyfingarinnar og mun ég gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem forseti Alþýðusambandsins. Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um fordæmalausa tíma. En það er samt svo að á tímum sem þessum eru teknar fjölmargar ákvarðanir sem marka samfélagið til framtíðar. Verkalýðshreyfingin ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för, ekki hagsmunir hinna fáu, ekki hagsmunir peningaaflanna. Um þetta hafa alltaf staðið átök hérlendis sem annars staðar og munu gera áfram. En ef við ætlum að koma standandi út úr þessari kreppu þarf almannahagur að vera hornsteinn allra ákvarðana. Með þetta leiðarljós tekst verkalýðshreyfingin á við verkefni vetrarins. Þau eru mörg, en hreyfingin er sterk og tilbúin í það sem koma skal. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi. Staðan á vinnumarkaði er slæm, atvinnuleysi nálægt 10% en mjög misdreift á milli landshluta, sveitarfélaga og atvinnugreina. Þar er óvissa einnig töluverð því margir eru að klára uppsagnarfrest og einhver fjöldi erlends farandverkafólks er farið aftur til síns heimalands. Þarna skiptir öllu að fólk hafi greiðan aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru, lögð verði áhersla á fjölgun starfa hjá hinu opinbera og í nýsköpun og þeim sem eru atvinnulaus gefin tækifæri á endurmenntun. Síðast en ekki síst verður að hækka atvinnuleysisbætur strax enda hafa þær ekki haldið í við lágmarkslaun. Þetta er ekki tíminn til að skera niður í ríkisrekstri enda getur það dýpkað kreppuna með alvarlegum og langvinnum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í apríl 2019 er möguleiki á endurskoðun nú í september hafi forsendur ekki staðist. Þrjár forsendur liggja til grundvallar kjarasamningunum: Að kaupmáttur aukist, vextir lækki og stjórnvöld standi við þau loforð sem gefin voru í tengslum við samningana. Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um. Ferlið við endurskoðun er skrifað inn í kjarasamningana. Forsendunefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ og SA kemur saman og úrskurðar hvort forsendur hafi staðist. Sé niðurstaðan sú að forsendur hafi ekki staðist skal hefja viðræður til að leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga. Stjórnvöld þurfa að koma að þessu samtali, bæði þar sem þau hafa ekki staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins og þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru sérlega krefjandi nú um stundir og verða það áfram. Það er mikið undir í þeim viðræðum sem nú fara í hönd og ábyrgð allra aðila mikil. Það er því ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum gegn flugfreyjum og þjónum. Það var örlagaríkur föstudagur í júlí þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör. Ekki var upplýst um hverjir „þessir aðrir“ voru en það skal sagt eins skýrt og mögulegt er að það er ekki í hendi atvinnurekenda að velja og hafna við hverja þeir semja. Það eru hins vegar þekktar aðferðir úti í heimi að atvinnurekendur reyni að búa til sín eigin stéttarfélög og ganga til samninga við þau. Það verður ekki látið viðgangast á íslenskum vinnumarkaði og þó að flugfreyjur hafi gengið frá samningum þá mun þessi „sumargjöf“ elta okkur inn í haustið og lita þau verkefni sem framundan eru. Samningsréttur vinnandi fólks verður varinn! Það er tilefni til að rifja það upp hér og nú að sterk og sjálfstæð stéttarfélög á Íslandi og á Norðurlöndunum eru hornsteinn þeirra lífsgæða og velsældar sem einkennir þennan heimshluta og önnur ríki hafa öfundað okkur af. Okkur ber að efla lífsgæðin, ekki að brjóta þau niður. Á þingi ASÍ sem haldið verður í október verður sérstaklega fjallað um þessa þætti í ljósi yfirstandandi kreppu og breytinga á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagskrísunnar og tæknibreytinga. Á þinginu verður einnig, svo sem venjan býður, kjörin forysta hreyfingarinnar og mun ég gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem forseti Alþýðusambandsins. Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um fordæmalausa tíma. En það er samt svo að á tímum sem þessum eru teknar fjölmargar ákvarðanir sem marka samfélagið til framtíðar. Verkalýðshreyfingin ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för, ekki hagsmunir hinna fáu, ekki hagsmunir peningaaflanna. Um þetta hafa alltaf staðið átök hérlendis sem annars staðar og munu gera áfram. En ef við ætlum að koma standandi út úr þessari kreppu þarf almannahagur að vera hornsteinn allra ákvarðana. Með þetta leiðarljós tekst verkalýðshreyfingin á við verkefni vetrarins. Þau eru mörg, en hreyfingin er sterk og tilbúin í það sem koma skal. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun