Listin að lifa með Covid Pétur Magnússon skrifar 7. ágúst 2020 15:49 Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun