Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:19 Úr Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42