Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:19 Úr Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42