„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:39 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Jóhann Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“ Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55