Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:06 Áslaug Arna segir að lausnir séu í sjónmáli í máli Ólafs Helga og að fregna megi vænta frá ráðuneytinu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02