Lögregla beitti mótmælendur í Beirút táragasi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:02 Hér má sjá mótmælendur forða sér eftir að lögregla hafði kastað táragashylki í átt að þeim. AP/Hassan Ammar Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35
Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46