Erlent

Í miðri brúðar­mynd­töku þegar sprengingin varð

Sylvía Hall skrifar
Myndbandið sýnir hversu mikill krafturinn frá sprengingunni var.
Myndbandið sýnir hversu mikill krafturinn frá sprengingunni var. Skjáskot/youtube

Hin 29 ára gamla Israa Seblani var í miðri brúðarmyndatöku við Le Gray hótelið í Beirút þegar gríðarstór sprenging varð á hafnarsvæði borgarinnar á þriðjudag. Myndbandsupptaka úr myndatökunni sýnir Seblani reyna að forða sér þegar hvellurinn kemur.

Í það minnsta 137 létust í sprengingunni og hundraða er enn saknað. Yfir 300 þúsund manns misstu heimili sín og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati en efnið er notað í áburð og sprengiefni.

Á vef Reuters er haft eftir Seblani að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja. Þau hafi reynt að halda áfram með brúðkaupsveisluna eftir sprenginguna en það hafi verið erfitt í ljósi aðstæðna.

„Það sem gerðist eftir sprenginguna – það eru engin orð til að lýsa því. Ég var í áfalli, ég var að velta fyrir mér hvað hefði gerst, og hvort ég myndi deyja? Hvernig ég myndi deyja?“

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Tengdar fréttir

Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust.

300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút

Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×