Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 14:13 Norræna flutningamannasambandið fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaradeilunni við flugfreyjur. Vísir/Vilhelm Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27
Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09