Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 12:18 Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent frá 2018 til 2019. Vísir/Vilhelm Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður. Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður.
Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15