Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:59 Kim Yong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00