Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:59 Kim Yong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00