Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2020 22:45 Frá Grafningsvegi neðri. Þar er í sumar unnið að því að lengja malbikið milli Hlíðarár vestan Bíldsfells og Úlfljótsvatns. Stöð 2/Einar Árnason. „Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg: Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg:
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira