„Er og verð alltaf KR-ingur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 19:35 Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30