Fjöldi sýna yfir afkastagetu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 18:30 Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira