Fjöldi sýna yfir afkastagetu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 18:30 Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira