Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 15:50 Þrífa þurfti upp blóð og 25 sprautunálar. Facebook Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef þurft að týna upp sprautunálar af skólalóðinni eða hreinsa upp eftir slík samkvæmi,“ skrifar starfsmaður frístundaheimilisins í færslu sem hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Maðurinn segir í færslu sinni að íslenskt samfélag beri ábyrgð á þeim sem hafa verið jaðarsettir og sprautufíklar séu einn jaðarsettasti samfélagshópurinn hér á landi. „Líta ætti á vanda neytenda ávana- og fíkniefna í íslensku samfélagi sem heilbrigðisvandamál fremur en viðfangsefni lögreglu og refsivörslukerfisins. Að neytendur í vanda væru fyrst og fremst sjúklingar en ekki afbrotamenn,“ skrifar hann. Hann hafi starfað sem sjálfboðaliði hjá Fröken Ragnheiði og öðrum skaðaminnkandi verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar og sé meðvitaður um hvað þurfi að gera fyrir fólk í slíkum aðstæðum. Kallar hann eftir því að aðgangur fíkla að öruggum neyslurýmum verði tryggður. „Ég tel aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem eru í þeirri aðstöðu að þurfa að sprauta sig og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess,“ skrifar starfsmaðurinn. 20. maí síðastliðinn var frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni samþykkt á Alþingi. Með lögunum var sveitarfélögum heimilað að koma á fót lagalega vernduðum neyslurýmum þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 2 en sex þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn samþykktu frumvarpið, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Eftir að frumvarpið var samþykkt sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að neyslurými yrði líklega ekki opnað fyrr en á næsta ári. „Mér finnst heldur mikið fyrir ófaglærðan einstakling að þrífa blóð, 25 sprautunálar, saur og verkfærakassa fullan af þvagi eftir einstaklinga sem hafa hvorki öruggt rými né húsaskjól til þess að sinna þörfum sínum,“ skrifaði maðurinn og kveðst glaður bjóða sig fram til starfa í neyslurýmum sem borgin muni opna og leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að fólk í þessum aðstæðum þurfi ekki að brjótast inn í verkfæraskúra til þess að sprauta sig. „Afglæpavæðum vímuefni og opnum neyslurými strax,“ segir starfsmaðurinn í lok færslunnar. Færslan sem vísað er í hefur verið fjarlægð eða friðhelgistillingum hennar breytt. Hún er því ekki lengur aðgengileg í fréttinni. Þá hefur nafn starfsmanns frístundaheimilisins, sem áður var að finna í fréttinni, verið fjarlægt.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira