Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 14:13 Stærðarinnar gígur myndaðist í höfninni í Beirút. Uppi til hægri má sjá farþegaflutningaskipið Orient Queen á hliðinni. Airbus Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00