Svana breytti geymslunni í spa drauma sinna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 21:00 Geymslan fyrir og eftir breytingar. Svana Símonardóttir segir að það sé mikilvægt í slíkum framkvæmdum að sníða stakk eftir vexti. Aðsendar myndir Svana Símonardóttir var að breyta geymslunni á heimili sínu á Akureyri í notalegt „spa“ herbergi með saunu. Þetta gerði hún á nokkrum dögum, en fékk aðstoð frá vinum og föður sínum með flutning á dóti og málningarvinnuna. Svana kom skipulagi á verkfæri og annað og færði yfir í bílskúrinn sjálfan og notaði ýmislegt í þetta nýja rými en annað fór á fata-og nytjamarkað Hjálpræðishersins. „Ég reyni alltaf að nýta hlutina. Þeir fá oft önnur hlutverk en ég mála oft og breyti því sem er orðið lúið en er samt hægt að nýta, útskýrir Svana. Þetta er því ekki fyrsta framkvæmdaverkefnið sem hún fer af stað í sjálf, en áður höfum við sagt frá breytingunum sem hún gerði á heimili sínu eftir að hún keypti eignina á síðasta ári. Svana er dugleg að sýna sniðugar breytingar og hugmyndir á Instagram, þar sýndi hún frá öllu ferlinu í þessari framkvæmd. „Við fluttum inn í hvelli í byrjun desember ásamt því að fara í framkvæmdir líka. Því var ýmsu hent inn í geymsluna sem er hálfur bílskúrinn. Það stóð alltaf til að laga til og fara betur í gegnum dótið þannig að þegar maðurinn minn var ekki heima um stund ákvað ég að græja rýmið og breyta því í kósý spa herbergi og koma honum á óvart í leiðinni,“ segir Svana. Svana Símonardóttir er dugleg að sýna frá breytingum og skreytingum heimilisins á Instagram.Mynd/Hulda Margrét „Þetta verkefni tók í heildina nokkra daga, kannski viku í heildina en með hléum þó. Það tók alveg nokkra klukkutíma að losa geymsluna eða bílskúrinn en vinur minn kom og aðstoði mig við að bera kassa og færa til. Vinkona mín kom svo og aðstoðaði mig við að mála rýmið og við kláruðum það á stuttum tíma. Sauna klefinn kom á miðvikudagskvöldi og var komin upp strax daginn eftir og hægt að nota hann strax þá. Það tók ekki mjög langan tíma að koma honum saman, aðalmálið var að bera hvern fleka fyrir sig niður í bílskúrinn en við þurftum að fara smá krókaleið en þetta hafðist allt,“ útskýrir Svana. Aðsend mynd „Mig langaði að skapa kósý spa stemningu og smá svona „sólarlandafíling“ með blómum, basti, drykkjarbar, skemmtilegri lýsingu og huggulegheitum. Herbergi sem notalegt væri að koma inn í,“ segir Svana um stemninguna í þessu rými. „Þegar ég er að spá í möguleikum og hvað er hægt að gera við ákveðið rými þá stundum bara sé ég fyrir mér eitthvað ákveðið og svo reyni ég að útfæra það betur með því að skoða til dæmis Pinterest og Instagram og fá frekari hugmyndir af ákveðnum atriðum sem ég sé fyrir mér. Ég til dæmis ætlaði að gera drykkjarbar í innskotinu en sá að það myndi kosta slatta, ég hefði þurft að láta smíða borð og setja upp hillur og annað og því ákvað ég frekar bara að nýta hornið sem skiptiaðstöðu. Ég málaði það, setti stiklur á gólfið, hengdi blóm í hornið og setti upp einfalda snaga sem ég átti til. Upphaflega var ég með ennþá stærri hugmyndir um útlit á rýminu en maður verður að sníða stakk eftir vexti, það er ekki hægt að framkvæma allt og það þarf að huga að kostnaði og öðrum þáttum líka. Þessi hugmynd sem ég endaði á að framkvæma var tiltölulega raunhæf í framkvæmd.“ Aðsend mynd Svana segir að stærsti kostnaðarliðurinn við þessa framkvæmd hafi verið saunaklefinn sem þrír einstaklingar geta notað á sama tíma. „Ég hef farið nokkrum sinnum í slíkan klefa og finnst bara dásamlegt að nota hann og manninum mínum sömuleiðis. Ég hef einnig verið að lesa mér til um infrarauða saunaklefa og möguleg jákvæð áhrif á ýmsa heilsutengda þætti, svo ég tala nú ekki um hversu notalegt það er að koma inn í hitann og svolítið gleyma stund og stað. Ég og maðurinn höfum látið okkur dreyma um slíkan klefa lengi og loksins er sá draumur orðin að veruleika.“ Í þetta verkefni reyndi hún svo að nota það sem hún átti nú þegar til á heimilinu eða í geymslunni. „Ég keypti málningu en ég átti einnig afgang frá því að ég var í framkvæmdum í vetur og því var sá kostnaðarliður ekki stór. Ég átti alveg helling af skrauti sjálf sem ég nýtti í þessar framkvæmdir, svo sem mottuna, skápana, blómin, borðið, sófann, hilluna, seríuna, púðana, gardínurnar, teppin og allt smádótið. Ég breytti því líka aðeins hjá mér heima í leiðinni, færði dót niður í saunherbergið og annað fór upp. Ég hef fundið ýmislegt fallegt og skemmtilegt á nytjamörkuðum í gegnum árin. Ég keypti ljósaborðann sem er ofan á klefanum, litla gosbrunnin og strandastólinn sérstaklega fyrir herbergið en flest annað átti ég.“ Aðsend mynd Það erfiðasta var að bera þunga kassa en Svana viðurkennir að það sé mjög gott að fara í gegnum hlutina sína öðru hvorum. Hún segir að besti hlutinn hafi svo verið innanhúshönnunin. „Að skreyta rými, að sjá það breytast og verða að einhverri heild er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Að skapa og sjá möguleika er svo ótrúlega gaman. Það var líka rosalega gaman að geta komið manninum mínum á óvart.“ Svana segir að eiginmaðurinn hafi orðið hissa en glaður, því þau höfðu lengi talað um að fara í gegnum geymsluna. „Það eru alltaf einhver skemmtileg verkefni í gangi hjá mér í skreytingabransanum. Við Svandís vinkona ætlum að opna búð sem kallast Svartir Svanir í Sunnuhlíð á Akureyri í september og hlökkum við mikið til. Þar ætlum við að vera með ýmislegt fallegt til sölu fyrir heimilið,“ segir Svana að lokum. Hús og heimili Tengdar fréttir Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svarti liturinn einkennir húsið eftir breytingu. 10. mars 2020 14:03 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Svana Símonardóttir var að breyta geymslunni á heimili sínu á Akureyri í notalegt „spa“ herbergi með saunu. Þetta gerði hún á nokkrum dögum, en fékk aðstoð frá vinum og föður sínum með flutning á dóti og málningarvinnuna. Svana kom skipulagi á verkfæri og annað og færði yfir í bílskúrinn sjálfan og notaði ýmislegt í þetta nýja rými en annað fór á fata-og nytjamarkað Hjálpræðishersins. „Ég reyni alltaf að nýta hlutina. Þeir fá oft önnur hlutverk en ég mála oft og breyti því sem er orðið lúið en er samt hægt að nýta, útskýrir Svana. Þetta er því ekki fyrsta framkvæmdaverkefnið sem hún fer af stað í sjálf, en áður höfum við sagt frá breytingunum sem hún gerði á heimili sínu eftir að hún keypti eignina á síðasta ári. Svana er dugleg að sýna sniðugar breytingar og hugmyndir á Instagram, þar sýndi hún frá öllu ferlinu í þessari framkvæmd. „Við fluttum inn í hvelli í byrjun desember ásamt því að fara í framkvæmdir líka. Því var ýmsu hent inn í geymsluna sem er hálfur bílskúrinn. Það stóð alltaf til að laga til og fara betur í gegnum dótið þannig að þegar maðurinn minn var ekki heima um stund ákvað ég að græja rýmið og breyta því í kósý spa herbergi og koma honum á óvart í leiðinni,“ segir Svana. Svana Símonardóttir er dugleg að sýna frá breytingum og skreytingum heimilisins á Instagram.Mynd/Hulda Margrét „Þetta verkefni tók í heildina nokkra daga, kannski viku í heildina en með hléum þó. Það tók alveg nokkra klukkutíma að losa geymsluna eða bílskúrinn en vinur minn kom og aðstoði mig við að bera kassa og færa til. Vinkona mín kom svo og aðstoðaði mig við að mála rýmið og við kláruðum það á stuttum tíma. Sauna klefinn kom á miðvikudagskvöldi og var komin upp strax daginn eftir og hægt að nota hann strax þá. Það tók ekki mjög langan tíma að koma honum saman, aðalmálið var að bera hvern fleka fyrir sig niður í bílskúrinn en við þurftum að fara smá krókaleið en þetta hafðist allt,“ útskýrir Svana. Aðsend mynd „Mig langaði að skapa kósý spa stemningu og smá svona „sólarlandafíling“ með blómum, basti, drykkjarbar, skemmtilegri lýsingu og huggulegheitum. Herbergi sem notalegt væri að koma inn í,“ segir Svana um stemninguna í þessu rými. „Þegar ég er að spá í möguleikum og hvað er hægt að gera við ákveðið rými þá stundum bara sé ég fyrir mér eitthvað ákveðið og svo reyni ég að útfæra það betur með því að skoða til dæmis Pinterest og Instagram og fá frekari hugmyndir af ákveðnum atriðum sem ég sé fyrir mér. Ég til dæmis ætlaði að gera drykkjarbar í innskotinu en sá að það myndi kosta slatta, ég hefði þurft að láta smíða borð og setja upp hillur og annað og því ákvað ég frekar bara að nýta hornið sem skiptiaðstöðu. Ég málaði það, setti stiklur á gólfið, hengdi blóm í hornið og setti upp einfalda snaga sem ég átti til. Upphaflega var ég með ennþá stærri hugmyndir um útlit á rýminu en maður verður að sníða stakk eftir vexti, það er ekki hægt að framkvæma allt og það þarf að huga að kostnaði og öðrum þáttum líka. Þessi hugmynd sem ég endaði á að framkvæma var tiltölulega raunhæf í framkvæmd.“ Aðsend mynd Svana segir að stærsti kostnaðarliðurinn við þessa framkvæmd hafi verið saunaklefinn sem þrír einstaklingar geta notað á sama tíma. „Ég hef farið nokkrum sinnum í slíkan klefa og finnst bara dásamlegt að nota hann og manninum mínum sömuleiðis. Ég hef einnig verið að lesa mér til um infrarauða saunaklefa og möguleg jákvæð áhrif á ýmsa heilsutengda þætti, svo ég tala nú ekki um hversu notalegt það er að koma inn í hitann og svolítið gleyma stund og stað. Ég og maðurinn höfum látið okkur dreyma um slíkan klefa lengi og loksins er sá draumur orðin að veruleika.“ Í þetta verkefni reyndi hún svo að nota það sem hún átti nú þegar til á heimilinu eða í geymslunni. „Ég keypti málningu en ég átti einnig afgang frá því að ég var í framkvæmdum í vetur og því var sá kostnaðarliður ekki stór. Ég átti alveg helling af skrauti sjálf sem ég nýtti í þessar framkvæmdir, svo sem mottuna, skápana, blómin, borðið, sófann, hilluna, seríuna, púðana, gardínurnar, teppin og allt smádótið. Ég breytti því líka aðeins hjá mér heima í leiðinni, færði dót niður í saunherbergið og annað fór upp. Ég hef fundið ýmislegt fallegt og skemmtilegt á nytjamörkuðum í gegnum árin. Ég keypti ljósaborðann sem er ofan á klefanum, litla gosbrunnin og strandastólinn sérstaklega fyrir herbergið en flest annað átti ég.“ Aðsend mynd Það erfiðasta var að bera þunga kassa en Svana viðurkennir að það sé mjög gott að fara í gegnum hlutina sína öðru hvorum. Hún segir að besti hlutinn hafi svo verið innanhúshönnunin. „Að skreyta rými, að sjá það breytast og verða að einhverri heild er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Að skapa og sjá möguleika er svo ótrúlega gaman. Það var líka rosalega gaman að geta komið manninum mínum á óvart.“ Svana segir að eiginmaðurinn hafi orðið hissa en glaður, því þau höfðu lengi talað um að fara í gegnum geymsluna. „Það eru alltaf einhver skemmtileg verkefni í gangi hjá mér í skreytingabransanum. Við Svandís vinkona ætlum að opna búð sem kallast Svartir Svanir í Sunnuhlíð á Akureyri í september og hlökkum við mikið til. Þar ætlum við að vera með ýmislegt fallegt til sölu fyrir heimilið,“ segir Svana að lokum.
Hús og heimili Tengdar fréttir Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svarti liturinn einkennir húsið eftir breytingu. 10. mars 2020 14:03 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svarti liturinn einkennir húsið eftir breytingu. 10. mars 2020 14:03