Luka Doncic skráði sig í sögubækur NBA í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn til að skora meira en 30 stig, taka tuttugu eða fleiri fráköst og gefa tíu eða fleiri stoðsendingar í einum og sama leiknum.
Slóveninn átti þennan frábæra leik er Dallas vann fjögura stiga sigur á Sacramento, 114-110, eftir framlengdan leik. Doncic gerði 34 stig, tók 20 fráköst og gaf tólf stoðsendingar.
The youngest player in @nba history to have 30+ points, 20+ rebounds & 10+ assists in a single game.
— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 4, 2020
Casual.#MFFL | @modeloUSA | @luka7doncic pic.twitter.com/toRAXmQGn6
Líkurnar á því að Portland Blazers leiki í úrslitakeppninni þetta árið jukust í nótt er þeir unnu mikilvægan átta stiga sigur á Houston, 110-102.
Damian Lillard gerði 21 stig fyrir Portland en James Harden var stigahæstur hjá Houston með 23 stig.
Spennan var einnig mikil í leik Phoenix og LA Clippers en Devin Booker skoraði sigurkörfuna í þann mund sem flautan gall. Lokatölur 117-115.
Úrslitakeppnin í NBA hefst 14. ágúst en heildarstöðuna má sjá hér. Þar má einnig sjá liðin sem nú þegar eru komin í úrslitakeppnina.