Dróst að fá upplýsingar um raforkureikning stóriðjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2020 20:28 Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. Hún telur best að allir samningar yrðu opinberaðir. Í febrúar var tilkynnt að fyrirtækið Fraunhofer myndi gera úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raforkukostnað. Átti úttektinni að ljúka með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, fór yfir stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún er nú sögð væntanlega í lok þessa mánaðar. „Það tók lengri tíma en við höfðum áætlað að fá þessar upplýsingar frá fyrirtækjunum. Menn vildu vera vissir um að það væri heimilt og að allir ætluðu að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún sem bendir á að það sé háð samþykki beggja aðila að upplýsa um innihald samninga um kaup á raforku. ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur sakað Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum þegar kemur að kaupum á raforku og hótað að hætta starfsemi fái það ekki lægra raforkuverð. Þórdís Kolbrún segist ekki geta sagt til um hvort að úttektin geti liðkað til fyrir viðræðum ÍSAL og Landsvirkjunar en að hún telji mikilvægt að raforkusamningar verði opinberaðir. „Við verðum bara að sjá hvort umræðan fer þegar þessi greiningarvinna liggur fyrir,“ segir hún. Stóriðja Landsvirkjun Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. Hún telur best að allir samningar yrðu opinberaðir. Í febrúar var tilkynnt að fyrirtækið Fraunhofer myndi gera úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raforkukostnað. Átti úttektinni að ljúka með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, fór yfir stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún er nú sögð væntanlega í lok þessa mánaðar. „Það tók lengri tíma en við höfðum áætlað að fá þessar upplýsingar frá fyrirtækjunum. Menn vildu vera vissir um að það væri heimilt og að allir ætluðu að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún sem bendir á að það sé háð samþykki beggja aðila að upplýsa um innihald samninga um kaup á raforku. ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur sakað Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum þegar kemur að kaupum á raforku og hótað að hætta starfsemi fái það ekki lægra raforkuverð. Þórdís Kolbrún segist ekki geta sagt til um hvort að úttektin geti liðkað til fyrir viðræðum ÍSAL og Landsvirkjunar en að hún telji mikilvægt að raforkusamningar verði opinberaðir. „Við verðum bara að sjá hvort umræðan fer þegar þessi greiningarvinna liggur fyrir,“ segir hún.
Stóriðja Landsvirkjun Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07