Sport

Dagskráin í dag: Ragnar Sig og Man United í Evrópudeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik með Kaupmannahöfn.
Ragnar Sigurðsson í leik með Kaupmannahöfn. VÍSIR/GETTY

Það er lítið um að vera í íslenskum íþróttum í dag en örvæntið ekki. Evrópudeildin fer aftur af stað með tveimur leikjum. Þá fer úrslitaleikur Vodafone-deildarinnar fram. 

Við endursýnum Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenar Ólafsdóttur sem og við sýnum þrjá leiki úr 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

Stöð 2 Sport 2

Tveir leikir úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en það verður sannkölluð Evrópuveisla hjá okkur í ágúst.

Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta tyrkneska liðinu İstanbul Başakşehir í fyrri leik dagsins. Tyrkirnir eru með 1-0 forystu fyrir leik dagsins. Þá mæta lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United austurríska liðinu LASK Linz. Staðan þar er öllu einfaldari en Man Utd vann fyrri leikinn 5-0.

Evrópudeildin fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg.

Stöð 2 Esport

Bein útsending frá úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodefone-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 en fyrir hann eru viðtöl og hvað eina skemmtilegt.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá það sem er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×