Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. ágúst 2020 13:21 Gripið hefur verið til strangra aðgerða í Viktoríuríki. EPA/DAVID CROSLING Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira