Ekki sé hægt að verða við nýjum skilmálum Borgunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2020 12:06 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu Samtök verslunar og þjónustu segja að ekki sé nokkur leið að verða við nýjum skilmálum Borgunar um veltutryggingar. Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. Fjármálafyrirtækið Borgun tilkynnti um skilmálabreytingar á föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Um er að ræða svokallaða veltutryggingu sem verður innleidd 1. október næstkomandi. Með tryggingunni ætlar fyrirtækið að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni verður haldið eftir í sex mánuði. Þessi skilmálabreyting er ansi umdeild og þykir fremur óljós. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt hana harðlega og telur Borgun í órétti. Ekki sé heldur ljóst hvort að þessi veltutrygging muni aðeins ná yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu eða til allra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að skilningur þeirra sé sá að þessi skilmálabreyting nái til allra fyrirtækja. „Eins og við skiljum þetta ná þessir skilmálar til allra atvinnugreina, ekki bara ferðaþjónustunnar. Það er alveg ljóst að okkar mati að þetta eru skilmálar sem er ekki nokkur leið að samþykkja. Hvorki fyrir okkur né aðra,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir málið óljóst og samtökin eigi eftir að kynna sér málið nánar. „Þetta er sett út á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi sem er dæmigerð tímasetning þegar fyrirtæki þurfa að tilkynna eitthvað sem er óþægilegt,“ segir Andrés. Engin svör hafa fengist frá Borgun í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. I bréfi Borgunar til fyrirtækja kemur fram að þessar veltutryggingu sé ætla að minnka endurkröfuáhættu. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur þurft að aflýsa mörgum ferðum með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækja. Tengdar fréttir Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu segja að ekki sé nokkur leið að verða við nýjum skilmálum Borgunar um veltutryggingar. Skilningur samtakanna er sá að veltutryggingin nái yfir allar atvinnugreinar. Fjármálafyrirtækið Borgun tilkynnti um skilmálabreytingar á föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Um er að ræða svokallaða veltutryggingu sem verður innleidd 1. október næstkomandi. Með tryggingunni ætlar fyrirtækið að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni verður haldið eftir í sex mánuði. Þessi skilmálabreyting er ansi umdeild og þykir fremur óljós. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur gagnrýnt hana harðlega og telur Borgun í órétti. Ekki sé heldur ljóst hvort að þessi veltutrygging muni aðeins ná yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu eða til allra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að skilningur þeirra sé sá að þessi skilmálabreyting nái til allra fyrirtækja. „Eins og við skiljum þetta ná þessir skilmálar til allra atvinnugreina, ekki bara ferðaþjónustunnar. Það er alveg ljóst að okkar mati að þetta eru skilmálar sem er ekki nokkur leið að samþykkja. Hvorki fyrir okkur né aðra,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir málið óljóst og samtökin eigi eftir að kynna sér málið nánar. „Þetta er sett út á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi sem er dæmigerð tímasetning þegar fyrirtæki þurfa að tilkynna eitthvað sem er óþægilegt,“ segir Andrés. Engin svör hafa fengist frá Borgun í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. I bréfi Borgunar til fyrirtækja kemur fram að þessar veltutryggingu sé ætla að minnka endurkröfuáhættu. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur þurft að aflýsa mörgum ferðum með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækja.
Tengdar fréttir Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent