Erlent

Milljónum aftur gert að halda sig heima

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meira en 100.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum.
Meira en 100.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum. EPA/MARK R. CRISTINO

Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið.

Nú hefur fólki í höfuðborginni Manila og í fjórum aðliggjandi héruðum verið skipað að halda sig innandyra nema ýtrustu nauðsyn beri til næstu tvær vikurnar. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan Filippseyingar fengu að koma út fyrir hússins dyr eftir að hafa verið innilokaðir síðan í júní, en fáar þjóðir hafa gripið til eins harkalegra aðgerða og þar á bæ

Þrátt fyrir það er veiran að sækja í sig veðrið og hafa staðfest smit fimmfaldast síðustu daga. Frá upphafi faraldursins hafa rúmlega 106.000 manns greinst með veiruna í ríkinu og 2.104 látið lífið af völdum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×