Telur góða hugmynd að skima víðar um land Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2020 13:18 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira