Mikil umferð gangandi fólks í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 12:37 Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal, sem hefur meira en nóg að gera að fylgjast með svæðinu og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf. Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa gengið Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á hverjum degi í sumar en þar er einn fjölsóttasti náttúrulegi baðstaður landsins. Útlendingar hafa verið stór hluti þeirra sem hafa gengið leiðina í sumar sem er um tíu kílómetrar fram og til baka. Reykjadalur er vinsæl gönguleið, sem hefur slegið í gegn í sumar því þar hefur verið örtröð alla daga frá því að fjöldi fólks mátti fara upp í 500 manns saman 15. júní en nú fækkar göngugörpunum eftir að talan var lækkuð niður í 100 manns. Merkt gönguleið um Reykjadal liggur upp úr Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði en á leiðinni upp dalinn má sjá ólgandi hveri og reyk stíga upp úr jörðu. „Það er alveg brjálað að gera, það er endalaust af fólki sem kemur á hverjum degi, mörg hundruð manns. Vinsældir leiðarinnar eru fyrst og fremst vegna læksins hérna því það er vinsælt að koma og fara í heita lækinn, þetta er líka mjög fallegur staður,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir, landvörður í Reykjadal. Margir ganga Reykjadalinn og nota þá tækifærið og skella sér í náttúrulegan baðstað á svæðinu og láta þreytuna þar með líða úr sér áður en gengið er til baka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kristín Ólöf segir að um helmingur gesta fari í lækinn og njóti þess að baða sig þar í stórbrotnu umhverfi Reykjadals. Hún segir að erlendir ferðamenn hafi verið mjög mikið að ferðinni í sumar. „Já, það var bara strax 16.júní, þá voru hér strákar sem komu með fyrstu vél frá Kaupmannahöfn og beint hingað í Reykjadalinn, það var fyrsta stopp, það er mjög mikið af túristum hérna“. Mikið af hjólreiðafólki fer líka um Reykjadal. „Já, það er mjög vinsælt hjá fjallareiðhjólafólki að koma hingað og ég vil koma ábendingu til þeirra að það er bannað að búa til nýja hjólreiðastíga en annars eru þeir velkomnir,“ segir Kristín Ólöf.
Hveragerði Ölfus Menning Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira