Viðskipti innlent

Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra seldra bíla

Kjartan Kjartansson skrifar
Rafbílar og aðrir nýorkubílar eiga vaxandi vinsældum að fagna.
Rafbílar og aðrir nýorkubílar eiga vaxandi vinsældum að fagna. Vísir/Vilhelm

Bílar sem ganga fyrir öðru en bensíni og dísil eru 52,4% allra nýrra bíla sem hafa selst það sem af er þessu ári. Salan hefur dregist saman um hátt í þriðjung á milli ára, fyrst og fremst vegna mikils samdráttar í bílaleigubílum.

Hátt í 5.700 nýir fólksbílar seldust á fyrstu sjö mánuðum ársins samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það eru 31,8% færri nýi bílar en á sama tímabili í fyrra. Þann samdrátt rekur sambandið til 59,2% samdráttar í nýjum bílaleigubílum. Á sama tíma dróst sala nýrra bíla til einstaklinga og almennra fyrirtækja saman um 6,1%.

Vísar sambandið til áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna. Á fyrstu sjö mánuðum ársisn voru 1.634 nýir bílaleigubílar skráðir en þeir voru 3.993 á sama tímabili í fyrra.

Sala nýrra fólksbíla jókst um 44,4% í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra. Alls voru 1.480 nýir fólksbílar skráðir í síðasta mánuði en 1.025 í júlí í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×