Íslenski boltinn

„Leik­menn eru ekki vélar sem slökkva má á og endur­ræsa eftir þörfum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og ÍA á síðustu leiktíð.
Úr leik Stjörnunnar og ÍA á síðustu leiktíð. vísir/bára

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta.

Íslandsmótin í knattspyrnu hafa þar af leiðandi verið sett á pásu í annað skiptið í ár. Fyrst var öllu seinkað vegna fyrri flugs kórónuveirunnar en nú blossar hún aftur svo aftur hefur KSÍ þurft að ýta á stopp takkann.

Geir segir að það þurfi að gera samkomulag svo hægt verði að halda æfingum og keppni áfram því „leikmenn eru ekki vélar sem slökkva megi á og endurræsa eftir þörfum.“

Einnig bætir Geir við, sem þekkir íþróttaheiminn inn og út eftir margra áratuga vinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, að miklir hagsmunir séu í húfi að klára Íslandsmótið; til að mynda þáttaka í Evrópukeppni.


Tengdar fréttir

Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×